
Gunnhildur Sigurjónsdóttir
Gunnhildur er fædd í Reykjavík 29. júlí 1955. Hún starfaði lengi sem verslunarstjóri í Reykjavík.
Sólin dansar í baðvatninu er hennar fyrsta bók, hún hefur áður birt efni í blöðum og tímaritum, svo sem Andblæ og Tímariti Máls og menningar: Fyrsta og elsta ljóðið í bókinni „Þrá 1975“ er tuttugu ára gamalt og bera ljóðin þess merki að hafa vaxið með höfundinum í langan tíma. Efniviðurinn er gjarnan sóttur til þeirra ólíku staða sem skáldið hefur dvalið á; Boston, Krít, Jamíka, Grímsnesi og víðar, en fyrst og fremst eru ljóðin innblásin af ferðalögum um hina innri heima. Seinni bókin heitir. Í faðmi dagsins, Sólheimaljóð.
Tímarit Máls og menningar - 4. tölublað (01.12.1992) - Tímarit.is
Lesbók Morgunblaðsins - 10. ágúst (10.08.1996) - Tímarit.is
Gunnhildur lést 2025
Ritaskrá
2010 Í faðmi dagsins, Sólheimaljóð
1995 Sólin dansar í baðvatninu