SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Elísabet Jóndóttir

Elísabet Jónsdóttir var fædd að Dagverðarnesi á Rangárvöllum 4. desember árið 1878, hún ólst upp á heimili föður síns, Jóns Þórðarsonar á Eyvindarmúla í Fljótshlíð. 

Elísabet giftist 4. júní 1898 Pétri Guðmundssyni skólastjóra á Eyrarbakka, miklum framfaramanni í félags- og menningarmálum. Pétur dó árið 1922. Elísabet átti eftir það heima í Reykjavík.

Ljóð eftir hana hafa birzt í mánaðarblaðinu Einingu og víðar.


Ritaskrá

1968  Ljóð Rangæinga, Sýnisbók rangæskrar ljóðagerðar á 20. öld