
Álfheiður Kristveig Lárusdóttir
Álfheiður Kristveig Lárusdóttir fæddist í Reykjavík 31. mars 1956. Hún bjó í Reykjavík sem barn og unglingur, en var að hluta til í gagnfræðaskóla í N.Y. þangað sem fjölskylda hennar flutti 1969. Aftur komin til Íslands tók hún s.k. landspróf frá Héraðskólanum á Skógum undir Eyjafjöllum. Hún hefur búið í Stokkhólmi, í París, á Íslandi og er núna búsett á eyjunni Öland í Eystrasaltinu.
Álfheiður sendi frá sér ljóðabókina Korn árið 1974. Helgafell gaf út en Stefán Hörður Grímsson las prófarkir og ýtti á eftir útgáfu ljóðanna. Þá hefur hún fengið ljóð birt í ýmsum safnritum, á borð við Ljóðspor og Nýmæli. Ljóð ungskálda 1982-1986. Auk þessa hefur Álfheiður fengið birt ljóð í sænsku tímaritunum Ordfront og Halifa
Álfheiður hefur einnig fengist við ljóðaþýðingar og þýtt m.a. ljóð eftir persneska ljóðskáldið Sohrab Sepheri (Ljóðormur, 1988) og brot úr Anima eftir sænsku skáldkonuna Birgittu Trotzig.
Álfheiður gaf nýlega út ljóðasafn sem ber titilinn Koma fuglanna / Arrival of the birds / (eigin útgáfa, Eylandi, 2025). Ljóðin eru á íslensku og ensku.
Ritaskrá
- 2025 Koma fuglanna / Arrival of the birds
- 1974 Korn