SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Björg Einarsdóttir frá Látrum

Lítið er vitað með vissu um Látra-Björgu. Það litla sem vitað er um hana er sveipað dulúð enda að mestu sótt í þjóðsögur og munnmæli. Skáldkonan er jafnan kennd við bæinn Látra á Látraströnd austan Eyjafjarðar, þar sem hún bjó lengst af, en hún hét fullu nafni Björg Einarsdóttir og fæddist árið 1716. Hún var sögð karlmannsígildi og virðist einkum hafa stundað sjósókn áður en hún lagðist í flakk og dó sem förukona árið 1784 að Upsum.

Látra-Björg orti einkum lausa- og tækifærisvísur. Hér má sjá frekari umfjöllun um skáldkonuna ásamt vísunum sem haldið hafa nafni hennar á lofti: