SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Anna S. Björnsdóttir

Anna Svanhildur Björnsdóttir fæddist í Reykjavík þann 30. nóvember 1948.

Foreldrar hennar voru Hulda M. Kristjánsdóttir og Björn M. Björnsson. Hún ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur, næstelst fjögurra systkina, en síðar fluttist fjölskyldan inn í Laugarnes.

Anna lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1969 og flutti síðan til Hólmavíkur í tvö ár með fyrri eiginmanni sínum, Erni Ásbjarnarsyni og eignuðust þau synina Ásbjörn Sírni Arnarson, f. 19.9 1970, og Starkað Örn Arnarson, f. 16.8.1972. Anna og Örn skildu og flutti Anna með syni sína á Lýsuhól í Staðarsveit á Snæfellsnesi í einn vetur.

Anna vann síðan áfram við kennslustörf í Reykjavík og giftist árið 1979 Einari Aðalsteinssyni frá Akureyri f. 19.6.1941 – d. 9.7.1998. Þeirra börn eru Sólveig Krista Einarsdóttir f. 14.2.1980 og Einar Hlér Einarsson f. 23.6.1982. Anna hefur kennt víðar, meðal annars á Húsavík.

Anna var greinahöfundur á Vikunni 1992–1995. Hún fór að yrkja ljóð og birta í blöðum og tímaritum árið 1985 og 1988 kom út fyrsta ljóðabók hennar, Örugglega ég. Hún hefur síðan sent frá sér fjölda ljóðabóka.

Anna hefur haldið og tekið þátt í ljóðadagskrám hérlendis og erlendis, mest á Norðurlöndum. Mörg ljóða henna hafa verið þýdd á dönsku, sænsku og ensku. Þrjár ljóðabóka hennar hafi komið út í tvímála útgáfum, á dönsku og íslensku: Mens solen stadig er fremme / Meðan sól er enn á lofti  (2003), Virkelig mig / Örugglega ég (2008) og Mindernes hotel / Hótel minninganna (2014).

Anna hefur sótt rithöfundaþing víða erlendis, fengið nokkrar viðurkenningar og á ljóð í fjölda safnrita.

Anna  hefur verið félagi í Rithöfundasambandi Íslands frá 1991 og er meðlimur í Ritlistarhópi Kópavogs.

Anna býr í Reykjavík.


Ritaskrá

 • 2022  Blágræni liturinn í málverkinu
 • 2021  Andrá
 • 2019  Farvegir
 • 2016  Sólsetursstræti
 • 2014  Hótel minninganna
 • 2012  Okkar Paradís
 • 2011  Draumar eru lengi að rætast - und Träme brauchen länger ... 
 • 2009  Tre sole
 • 2008  Virkelig mig
 • 2007  Currents
 • 2006  By the seaside
 • 2005  Á blágrænum fleti
 • 2004  Yfir hæðina
 • 2001  Meðan sól er enn á lofti
 • 2003  Mens solen stadig er fremme
 • 1998  Hægur söngur í dalnum
 • 1996  Í englakaffi hjá mömmu
 • 1993  Skilurðu steinhjartað
 • 1991  Blíða myrkur
 • 1990  Strendur
 • 1988  Örugglega ég

 

Verðlaun og viðurkenningar

 • 2010  Steinninn, heiðursviðurkenning Ritlistarhóps Kópavogs
 • 1999  Máttarstólpinn, menningarverðlaun Grafarvogs (ásamt fleiri skáldum)
 • 1995  Grand Prix de lan Francofonie
 • 1994  Grand Prix de la Francofonie hjá A.P.P.E.L. í Frakklandi
 • 1993  Ljóðaverðlaun Jean Monnet