SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Díana Sjöfn Jóhannsdóttir

Díana Sjöfn Jóhannsdóttir er fædd 1992. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og grunnnámi í almennri bókmenntafræði og ritlist frá Háskóla Íslands. Díana stundar nú framhaldsnám í menningarfræði við sama skóla.

Fyrsta bók Díönu er ljóðabókin FREYJA sem kom út árið 2018. Ljóðin fjalla um flækjurnar og hnútana í lífinu og dauðanum og tilraun mannskepnunnar til að leysa þá með orðum. Önnur bók hennar er skáldsagan Ólyfjan en þar tekst hún á við eitraða karlmennsku.

Heimild: Vefsíða Partusar
Ritaskrá

  • 2022  Mamma þarf að sofa
  • 2019  Ólyfjan
  • 2018  Freyja