SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Anna Kristín Brynjúlfsdóttir

Anna Kristín Brynjúlfsdóttir er Kópavogsbúi og hefur verið í Rithöfundasambandi Íslands frá árinu 1974. Hún er með BA-próf í latínu og grísku frá Háskóla Íslands (1987) og kenndi latínu og stærðfræði við Flensborgarskóla í Hafnarfirði í tuttugu ár.

Anna Kristín hefur skrifað átta barnabækur og um árabil annaðist hún þætti fyrir börn í Ríkisútvarpinu (Vindum, vindum, vefjum band, Það er leikur að læra og Litli barnatíminn).

Verk eftir Önnu Kristínu hafa verið flutt bæði í sjónvarpi (Matti Patti mús og Sykurhúsið) og útvarpi (Sólskeggur og Prjónaljóna). Einnig sinnti Anna Kristín lengi barnaefni sem birtist á síðum dagblaðanna Vísis (Hæ krakkar) og Tímans (Ljóri).

Anna Kristín giftist Elíasi Snæland Jónssyni rithöfundi og áttu þau þrjá syni. Anna Kristín lést 10. mars 2023.

 


Ritaskrá

  • 2000 Leyndarmál Janúu
  • 1998 Sex í ljóðum (ásamt fleirum)
  • 1996 Klappaðu kónguló
  • 1979 Júlía og Snorri
  • 1978 Rennum á regnboganum
  • 1977 Geimveran Trilli
  • 1976 Matti Patti
  • 1965 Bangsabörnin í Hellalandi
  • 1964 Bangsabörnin

Heimasíða

http://www.icestory.com