SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Elín Edda Þorsteinsdóttir

Elín Edda Þorsteinsdóttir er fædd árið 1995. 

Elín Edda lauk stúdentsprófi frá eðlisfræðideild Menntaskólans í Reykjavík og námi í  grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands. Þá lauk hún meistaraprófi í ritlist frá Háskóla Íslands 2021.

Elín Edda hefur gefið út myndasögur og ljóðabækur og hannað bókakápur fjölda bóka.

Fyrir handritið að ljóðabókinni Tímasöfnun hlaut hún verðlaun úr Gullpennasjóði Menntaskólans í Reykjavík.

Fyrsta ljóðabók Elínar Eddu, Hamingjan leit við og beit mig kom út í seríu Meðgönguljóða árið 2016. Henni var ritstýrt af Lindu Vilhjálmsdóttur. Þá á Elín Edda ljóð í úrvalsriti Meðgönguljóða sem kom út 2019.

Elín Edda hefur sent frá sér fleiri bækur, myndasögur, ljóð og smásögu í safnritinu Þægindarammagerðin sem kom út 2021.

Elín Edda gerði myndir í bókina Klón: eftirmyndasaga eftir Ingólf Eiríksson.

Ljósmyndin af Elínu Eddu er af heimsíðu hennar.

 


Ritaskrá

  • 2022  Núningur
  • 2021  Þægindarammagerðin (ásamt fleiri höfundum)
  • 2019  Meðgönguljóð 2012-2018: úrval (ásamt fleiri höfundum)
  • 2019  Gombri lifir
  • 2018  Glingurfugl
  • 2016  Hamingjan leit við og beit mig
  • 2016  Gombri
  • 2014  Plantan á ganginum (ásamt Elíasi Rúna)

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • Verðlaun úr Gullpennasjóði Menntaskólans í Reykjavík fyrir handritið að ljóðabókinni Tímasöfnun

 

Þýðingar

  • 2019  Gombri (Anne Balanant þýddi á frönsku)

 

Heimasíða

http://www.elinedda.info/