SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Elísa Jóhannsdóttir

Elísa Jóhannsdóttir er fædd árið 1978. Hún er Reykvíkingur að uppruna en hefur einnig búið í Höfn í Hornafirði og í Danmörku. Elísa lauk MA prófi í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands árið 2006.

Er ekki allt í lagi með þig? er fyrsta skáldsaga Elísu. Bókin kom út árið 2017, hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabóka.

Myndin er sótt á vef Stundarinnar 


Ritaskrá

  • 2017 Er ekki allt í lagi með þig?

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2017 Íslensku barnabókaverðlaunin: Er ekki allt í lagi með þig?

Tilnefningar

  • 2017 Íslensku bókmenntaverðlaunin: Er ekki allt í lagi með þig?