SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 9. október 2022

NÝR VEFUR FORMLEGA OPNAÐUR

Nýr vefur skáld.is var opnaður formlega í gær með viðhöfn í Gunnarshúsi. Takk þið öll sem komuð og glöddust með okkur, takk skáldkonur, lesendur og þið sem leggið vefnum til efni af örlæti ykkar. Og takk þið sem styrkið vefinn með smá framlagi í hverjum mánuði.

Ritstjórnin er í skýjunum eftir viðburðinn, alls komu um 60 manns í heimsókn. Haldnar voru ræður, m.a. um tilurð verkefnisins sem rekja má til ársins 2015 en þær Jóna Guðbjörg Torfadóttir og Ása Jóhanns unnu frumkvöðlastarfið, og um dýrMætt framlag þeirra Guðrúnar Steinþórsdóttur og Helgu Jónsdóttur sem skrifuðu fyrir okkur meðan styrkur entist, lesin voru ljóð, seldar bækur, samglaðst og skrafað og veitingar ekki af verri endanum. Við höldum ótrauðar áfram okkar óendanlega verkefni sem er bæði skemmtilegt, gjöfult og samfélagslega mikilvægt; að halda úti gagnagrunni um íslenskar skáldkonur fyrr og nú og safna saman efni um íslenskar kvennabókmenntir á einn stað. 

 
 
     

 

 

 

 

 

Tengt efni