SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir29. maí 2021

ÆVISÖGUR STERKRA KVENNA

Vonum seinna bætist Jónína Michaelsdóttir í skáldatalið. Hún lést 17. maí 2021. Jónína vann sjálfstætt við ritstörf og þáttagerð í sjónvarpi og útvarpi og var fastur penni á Vísi til 2012.
 
Hún skrifaði af næmni og list ævisögur sterkra kvenna eins og Þuríðar Pálsdóttur óperusöngkonu, Tove Engilberts, Sesselju Sigmundsdóttur á Sólheimum og Karólínu Lárusdóttur listmálara.
 
Í umfjöllun Soffíu Auðar Birgisdóttur um bók Jónínu, Karólínu, frá 1993 segir m.a.
 
„Bókin um Karólínu Lárusdóttur er í senn ævisaga og listaverkabók. Það er Jónína Michaelsdóttir sem hefur skráð sögu Karólínu en leggur frásögnina alla í munn hennar sjálfrar. Þessi aðferð heppnast vel, frásögnin verður lifandi og einlægari fyrir vikið og lesanda finnst hann í nánum tengslum við listakonuna og hennar frásögn. En auðvitað er það listræn blekking – það er Jónína Michaelsdóttir sem vinnur textann og á hrós skilið. Auk þess að vera einlægur og trúverðugur er textinn vel skrifaður og bygging bókarinnar markviss.“
 
 
 
 
 
 
 

 

Tengt efni