SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir22. október 2022

SAKNAÐARILMUR kominn út

 

Í gær hélt Elísabet Jökulsdóttir útgáfuhóf í bókabúð Forlagsins í tilefni að útkomu bókar hennar Saknaðarilmur. Það fór Elísabet á kostum að vanda, las tvo kafla upp úr bókinni og söng þann þriðja við undirleik Geirfuglanna sem spiluðu nokkur lög í hófinu.

Segja má að Saknaðarilmur sé nokkurs konar systurbók við Aprílsólarkulda sem kom út 2020 og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Í Aprílsólarkulda er samband sögukonu við föður sinna, sem deyr í upphafi sögunnar, fyrirferðamikið en í Saknaðarilmi er sambandið við móðurina í brennidepli.

Í kynningu forlagsins segir um bókina:

 

Þegar fullorðin dóttir missir móður sína skríða áföllin upp úr gröfum sínum og veröldin fyllist af saknaðarilmi. Það skrifar enginn eins og Elísabet Jökulsdóttir. Hér veltir hún steinum og strýkur lesandanum móðurlega um kinn, gefur forneskjunni langt nef og heldur óþreytandi áfram leit sinni að ást, frið og sátt.

 

Hér má sjá Elísabetu lesa upp úr Saknaðarilmi í útgáfuhófinu.