SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Elísabet Kristín Jökulsdóttir

Elísabet Kristín Jökulsdóttir er fædd í Reykjavík 16. apríl 1958.

Hún ólst upp á Seltjarnarnesi og í Reykjavík og dvaldi í eitt ár í Grikklandi sem barn.

Elísabet lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1987 og hefur sótt námskeið í handritaskrifum hjá Kvikmyndasjóði og tekið þátt í Höfundasmiðju Leikfélags Reykjavíkur. Þá stundaði hún einnig nám í Listaháskóla Íslands, á námsbrautinni Fræði og framkvæmd.

Elísabet hefur unnið ýmis störf til sjós og lands, afgreiðslustörf, verið módel hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur, stundað byggingarvinnu, unnið í frystihúsum, verið háseti á bát og ráðskona á Ströndum. Einnig hefur hún verið blaðamaður, unnið þætti fyrir útvarp, verið aðstoðarleikstjóri í Þjóðleikhúsinu og haldið fyrirlestra um örsöguskrif í framhaldsskólum.

Fyrsta bók Elísabetar, ljóðabókin Dans í lokuðu herbergi, kom út árið 1989 og síðan hefur hún sent frá sér fjölda bóka: ljóð, sögur og skáldsögur. Hún hefur einnig skrifað fjölda leikrita sem sett hafa verið upp hér á landi og erlendis og framið ýmsa gjörninga sem hafa meðal annars birst í Ríkissjónvarpinu. Ljóð hennar hafa birst í safnbókum og tímaritum hér heima og erlendis.

2016 bauð Elísabet sig fram til forseta Íslands og gladdi margan með framgöngu sinni í kosningabaráttunni.

Elísabet á þrjá uppkomna syni. Hún býr í Hveragerði.

Um skáldskaparheim Elísabetar sjá: Soffía Auður Birgisdóttir: Tilfinningar eru eldsneyti fyrir hugmyndir. Ritið 1/2019, bls. 223-254, rafrænn aðgangur hér.


Ritaskrá

 • 2022  Saknaðarilmur
 • 2021  Rauðir hestar
 • 2020  Aprílsólarkuldi (eitthvað alveg sérstakt)
 • 2019  Hvaða ferðalag er á þér? Orðin hennar mömmu...
 • 2017  Dauðinn í veiðarfæraskúrnum: frúin á neðri hæðinni leysir frá skjóðunni
 • 2016  Næturvörðurinn
 • 2015  Anna á Eyrarbakka: upphaflega barnasaga
 • 2015  Vitni = Witness/ Arngunnur Ýr
 • 2014  Ástin ein taugahrúga: enginn dans við Ufsaklett
 • 2013  Músin sem flaug á skottinu
 • 2011  Kattahirðir í Trékyllisvík
 • 2010  Heimsóknartíminn: saga úr lokaða herberginu
 • 2009  Bænahús Ellu Stínu
 • 2007  Heilræði lásasmiðsins
 • 2006  Ísbjörninn á Hótel Viktoría
 • 2005  Síðan þessi kona varð trúuð hefur hún verið til vandræða í húsinu
 • 2004  Englafriður
 • 2004  The secret face (Blinda kindin)
 • 2003  Hringavitleysusaga: villutrúarrit
 • 2003  Vængjahurðin: yfir hundrað ástarljóð
 • 2001  Fótboltasögur: tala saman strákar
 • 1999  Laufey
 • 1998  Aukaheiður : þrjár sögur af Aðalheiði og borðinu blíða
 • 1998  Sagan af Aðalheiði og borðinu blíða
 • 1996  Lúðrasveit Ellu Stínu
 • 1995  Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig
 • 1993  Galdrabók Ellu Stínu : hjartasögur
 • 1991  Rúm eru hættuleg: sögur
 • 1990  Eldhestur á ís
 • 1989  Dans í lokuðu herbergi

 

Textar eftir Elísabetu hafa einnig ratað á hljómdiska og í tímarit auk þess sem nokkuð er varðveitt eftir hana af óútgefnum verkum hjá Ríkisútvarpinu.

 

Verðlaun og viðurkenningar

 • 2020   Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Aprílsólarkulda
 • 2018   Viðurkenning úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins
 • 2015   Fjöruverðlaunin fyrir Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett
 • 2015   Lesendaverðlaun DV fyrir Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett
 • 2008   Fjöruverðlaunin fyrir Heilræði lásasmiðsins
 • 2008   Rauða hrafnsfjöðrin fyrir bestu kynlífslýsingu í bókmenntum 2007 í Heilræði lásasmiðsins

 

Tilnefningar

 • 2022  Til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Aprílsólarkulda
 • 2021  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Aprílsólarkulda
 • 2018  Til Maístjörnunnar fyrir Dauðinn í veiðarfæraskúrnum
 • 2016  Til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett
 • 2015  Til Menningarverðlauna DV í flokki fagurbókmennta fyrir Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett

 

Þýðingar

(í vinnslu)

 • 2022  Aprilsolskinskulde (noget helst særligt) (Nanna Kalkar þýddi á dönsku)
 • 2021  Den kalla aprilsolen (John Swedenmark þýddi á sænsku)
 • 2019  Miłość - jeden kłębek nerwów : żaden taniec pod Rybią Skałą (Jacek Godek þýddi á pólsku)
 • 2015  Soltice (Catherine Eyjólfsson þýddi á frönsku)
 • 2014  Kärleken ett nervvrack : ingen dans við Fiskarstenen (Ylva Hellerud þýddi á sænsku)

 

Heimasíða

http://elisabetjokulsdottir.is/

Tengt efni