SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir25. október 2022

BRYNJA HLÝTUR HVATNINGARVERÐLAUN VIGDÍSAR

 

Í dag hlaut Brynja Hjálmsdóttir Hvatningarverðlaun Vigdísar Finnbogadóttur, sem voru veitt í fyrsta sinn, í Safnahúsinu í Reykjavík að frú Vigdísi Finnbogadóttur viðstaddri, auk forseta Íslands og fleiri gesta.

Það má með sanni segja að Brynja hafi á undanförum árum sópað að sér verðlaunum og viðurkenningum og tilnefningum til fleiri verðlauna. Fyrir fyrstu ljóðabók sína, Okfruman, hlaut hún tilnefningu til Fjöruverðlaunanna og Rauðu hrafnsfjaðrarinnar, auk þess sem starfsfólk bókabúða völdu hana bestu ljóðabók ársins. Fyrir aðra ljóðabók sína, Kona lítur við, hlaut Brynja tilnefningu til ljóðabókaverðlaunanna Maístjörnunnar. 

Í ár hlaut Brynja Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt "Þegar dagar ekki dagar ekki". Þá má geta þess að Brynja samdi ljóðið "Ávarp fjallkonunnar" sem var flutt á Austurvelli á 17. júní af fjallkonu ársins, Sylwia Zaj­kowska.

Skáld.is óskar Brynju Hjálmsdóttur hjartanlega til hamingju með Hvatningarverðlaun Vigdísar!

 

 

 

Tengt efni