SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir29. október 2022

REBEKKA SIF SENDIR FRÁ SÉR BARNABÓK

Rebekka Sif Stefánsdóttir kom fyrst fram sem rithöfundur fyrir tveimur árum en 2020 sendi hún frá sér ljóðabókin Jarðvegur, auk þess sem hún átti smásögur í bókinni Möndulhalli, sem er safn smásagna eftir ýmsa höfunda.

Í ár sendi Rebekka frá sér skáldsöguna Flot í prentformi og skáldsöguna Trúnaður í hjóðbókaformi. Og núna sendir hún frá sér sína fyrstu barnabók undir titlinum Gling gló.

Í kynningu útgefenda segir um Gling gló:

 

Hvað gerist þegar snjallsíminn er tekinn af fjörugri ellefu ára stelpu? Er yfir höfuð hægt að finna sér eitthvað að gera án hans? Eins og þetta sé ekki nógu slæmt, þá getur Elfa ekki spilað leikinn sem allir krakkarnir eru að tala um.

Tímaferðalag, undarleg barnshvörf og óhugnanlegt samsæri kemur meðal annars við sögu í þessari æsispennandi bók. Gling Gló er saga fyrir alla krakka sem elska ævintýralega tölvuleiki og dularfullar ráðgátur. Gæti þessi dáleiðandi tækni kollvarpað tilveru foreldra á litla landinu okkar?


Sunnudaginn 30. október heldur Rebekka Sif útgáfuhóf í verslun Pennans-Eymundsson í Smáralind og hefst það kl. 15.