SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir14. nóvember 2019

DRAUMAR OG DULÚÐ

 
 
 
 
Út er komið skáldverk eftir Hallfríði J. Ragnheiðardóttur sem ber heitir Úr minnisbókum Steinunnar Lilju Sturludóttur. Undirtitillinn er skáldverk með sjálfsævisögulegu ívafi. Hallfríður gefur bókina út sjálf. Segir þar frá leit konu að sannleikanum um fortíð fjölskyldu sinnar og um sjálfa sig. Inn í þá sögu fléttast leit að sátt ásamt stefjum úr stærri sögu lands og þjóðar. Draumar gegna mikilvægu hlutverki í verkinu enda segja þeir margt um vitundarlíf og sjálfsskilning og eru frjó uppspretta túlkunar.
 
Hallfríður hefur birt ljóð og greinar í tímaritum og flutt erindi um viðfangsefni sín hér á landi og erlendis. Hún hefur áður sent frá sér bókina Quest for the Mead of Poetry (2016).
 
Bókin er óvenjuleg blanda af skáldskap og alls konar pælingum, m.a. um samhengi hlutanna, guðdóm og frelsi. Hún skiptist í prelúdíu, intermezzo og finale og óhætt er að segja að slegið sé á nýja strengi.
 
 
 
 
 

 

Tengt efni