SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 7. nóvember 2022

AUÐUR AVA HLÝTUR FRÖNSK BÓKMENNTAVERÐLAUN

Frá Benedikt bókaútgáfu bárust þessar gleðifréttir í gær:

Tilkynnt var á blaðamannafundi í Compostela á Spáni í vikunni að Auður Ava Ólafsdóttir hlyti San Clemente Rosalía verðlaunin fyrir Ungfrú Ísland sem bestu erlendu skáldsöguna. Verðlaunin eru veitt af ungu fólki í framhaldsskólum landsins í samvinnu við stofnunina Rosalía de Castro í Santiago de Compostela sem kennd er við samnefnt skáld. Þá taka nemendur í framhaldsskólum á Englandi, í Frakklandi og Þýskalandi einnig þátt í vali á verðlaunahafa. Verðlaunin sem eru veitt í 26. sinn vekja jafnan mikla athygli og var tilkynnt um þau að viðstöddum fulltrúum ýmissa mennta-og menningarstofnana. Þau eru veitt í þremur flokkum, í flokki kastilískra og galískra höfunda og í flokki erlendra skáldsagna. Ungfrú Ísland komst í sumar í lokaúrtak verðlaunanna ásamt bókum eftir bandaríska Pulitzerverðlaunahafann Colson Whitehead og franska -marókóska höfundinn Leilu Slimani.  

Meðal erlendra rithöfunda sem hlotið hafa verðlaunin eru Julian Barnes, Murakami, Kundera og Paul Auster. 

 

Allar skáldsögur Auðar Övu hafa verið þýddar á erlend tungumál og hafa sex þeirra hlotið tilnefningar til virtra erlendra verðlauna, á Ítalíu, Frakklandi, Kanada, Spáni, Bretlandi, Írlandi og á Norðurlöndum. Ungfrú Ísland er nýkomin út á Spáni í þýðingu Fabio Teixidó og er gefin út af Alfaguara. Fyrr á þessu ári var skáldsagan tilnefnd til Dublin Literary Award og árið 2019 hlaut Ungfrú Ísland ein virtustu bókmenntaverðlaun Frakklands, Prix Medicis. 

Forsíðumyndin er tekin af heimsíðu fjölmiðilsins France Bleu francebleu.fr

 

Tengt efni