Steinunn Inga Óttarsdóttir∙ 7. febrúar 2022
SPARIBOLLINN, TILNEFNINGAR 2021

Árið 2019 fékk Ragna Sigurðardóttir sparibollann fyrir Vetrargulrætur: ástarjátning til lífsins, fegurðar og sköpunar og litapallettu jarðarinnar, eins og segir í umsögn dómnefndar. Árið 2020 hampaði Eiríkur Örn Norðdahl verðlaununum fyrir ástarjátningu til smábæjarlífsins.
Tilnefndar bækur árið 2021 eru:
Allir fuglar fljúga í ljósið - Auður Jónsdóttir
Efndir - Þórhildur Ólafsdóttir
Fríríkið - Fanney Hrund Hilmarsdóttir
Næturborgir - Jakub Stachowiak
Stol - Björn Halldórsson
Úrslitin verða kunngjörð á Valentínusarmessu!