SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 7. febrúar 2022

SPARIBOLLINN, TILNEFNINGAR 2021

Sparibollinn er verðlaun sem hlotnast þeim íslenskum rithöfundi sem ritar fegurstu ástarjátninguna ár hvert.
 
Árið 2019 fékk Ragna Sigurðardóttir sparibollann fyrir Vetrargulrætur: ástarjátning til lífsins, fegurðar og sköpunar og litapallettu jarðarinnar, eins og segir í umsögn dómnefndar. Árið 2020 hampaði Eiríkur Örn Norðdahl verðlaununum fyrir ástarjátningu til smábæjarlífsins.
 
Tilnefndar bækur árið 2021 eru:
 
Allir fuglar fljúga í ljósið - Auður Jónsdóttir
Efndir - Þórhildur Ólafsdóttir
Fríríkið - Fanney Hrund Hilmarsdóttir
Næturborgir - Jakub Stachowiak
Stol - Björn Halldórsson
 
Úrslitin verða kunngjörð á Valentínusarmessu!
 

 

Tengt efni