Soffía Auður Birgisdóttir∙18. nóvember 2022
UNNUR SVEINSDÓTTIR OG SKOTTI
Unnur Sveinsdóttir hefur sent frá sér skáldsöguna Skotti og sáttmálinn sem er fantasía fyrir börn og fullorðna og gerist í heiminum Útoríu.
Sá heimur er að mörgu leyti hliðstæður við Jörðina en hugsanlega eru íbúar Útoríu komnir skrefinu lengra í virðingu fyrir öllu lífi. Ævintýrin eru á hverju strái; misalvarleg og sum stórhættuleg. En glíman við það að vera góð manneskja og vinur vina sinna er sú sama á Jörðinni og á Útoríu.
Í kynningu á bókinni segir:
Hvað er það versta sem 12 ára strákur gæti þurft að takast á við í lífi sínu? Kannski mannabein sem eru ekki þar sem þau ættu að vera? Ótrúlega dularfullan leynikjallara með hryllilegum hættum? Sex eldri systur? Eða kannski flóðrottur? Hefur þú hitt flóðrottu? Ertu ekki viss? Veistu kannski ekki hvernig hún lítur út?
Hér er lýsing sjónarvotts á dæmigerðri flóðrottu.(Athugið að eftirlifandi sjónarvottar eru færri en ætla mætti.)Hún er á hæð við 12 ára gamlan krakka.Lítur svolítið út eins og sveppabjúga á mjóum fótum.Húðin skorpin og sprungin svo sést niður í bleikt holdAugun lítil og rauðTrýnið stutt með löngum framtönnum sem vaxa á misvíxlSterklegir jaxlar, sérhannaðir til að tyggja og kremja börnHrrrrryllilega andfúlBeittar klærFlóðrottur eru geðvondar alætur, fljótar að hlaupa, vel syndar og hreint ekki vitlausar.Skotti þarf að takast á við ýmsar hættur í daglegu lífi á Útoríu. Flóðrottur eru aðeins eitt dæmi. Sex eldri systur er annað. Sem betur fer á hann góða vini sem hægt er að reiða sig á í vandræðum.
Unnur Sveinsdóttir er komin í Skáldatalið á Skáld.is. Hún er fædd 1967 og er Austfirðingur, alin upp á Stöðvarfirði en býr á Fáskrúðsfirði. Auk þess að vera rithöfundur er Unnur myndlistarmaður og kennari.
Árið 2015 sendi Unnur frá sér sína fyrstu bók, ferðabókina Vegabréf, vísakort og lyklar að hjólinu, sem hún skrifaði í félagi við eiginmann sinn Högna Pál Harðarsson. Bókin lýsir ferðalagi þeirra tveggja á mótorhjóli til Mið-Asíu.
Skotti og sáttámálinn er fyrsta skáldsaga Unnar.