SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 1. maí 2021

SKREPPA TIL VÍETNAM?

Yfir hálfan hnöttinn er skálduð ferðasaga eftir heimshornaflakkarann Ásu Marin sem út kom 29. apríl sl. Áður hefur skáldkonan meðal annars sent frá sér Veg vindsins um pílagrímsgöngu eftir Jakobsveginum. Hér fer saman spennandi saga og framandi umhverfi þar sem fólkið er áhugavert, náttúran fögur og maturinn gómsætur.
 
Söguþráðurinn er á þessa leið: Júlía situr í flugvél á leið til Víetnam. Tók skyndiákvörðun um að elta hugboð. Tilfinningu. Vonandi verður tekið á móti henni með bónorði. Eða var Ari nokkuð að segja henni upp með miðanum sem hann skildi eftir á eldhúsbekknum rétt fyrir tíu ára sambandsafmælið?
 
Ása Marin bætist í skáldatal í dag og er boðin velkomin í hópinn.

 

Tengt efni