SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir22. nóvember 2022

EINNAR (MET)SÖLUBÓKAR-KONA

Ingibjörg Sigurðar Soffíudóttir sendi aðeins frá sér eina frumsamda bók, en með henni sló hún rækilega í gegn og bók hennar hefur verið marg-endurútgefin og þýdd á sex erlend tungumál.

Bók Ingibjargar, Blómin á þakinu, kom fyrst út árið 1985 og segir frá eldri konu, Gunnjónu, sem ákveður að flytja úr sveitinni til höfuðborgarinnar því hana langar til að prófa að búa í borg. Ekki getur hún alfarið slitið sig frá sveitalífinu og smám saman aðlagar hún aðstæður sínar í fjölbýlishúsi í Reykjavík að því lífi sem hún naut í sveitinni. 

Blómin á þakinu er dásamleg bók; skemmtileg saga með frábærum myndum Brians Pilkington og má segja að þessi eina bók Ingibjargar sé orðin sígild í heimi íslenskra bókmennta.

Ingibjörg lést árið 2010 en færsla um hana er komin í Skáldatalið og má lesa hér.