Steinunn Inga Óttarsdóttir∙18. janúar 2021
ALLTAF ER EINHVER SEM GRÆTUR - Ljóð eftir Jakobínu

hræðir ungu blómin mín,
þegar sólin sælast skín,
sækir að mér daga og nætur.
Þegar jörð og himinn hlær,
hvíslar einhver dapur blær:
Alltaf er einhver sem grætur.
Hvenær þagnar þetta hvísl,
þetta ömurleikamál?
Er það máski einhver sál,
sem alein vakir dimmar nætur
og vill minna mig á það,
að margur guð til einskis bað
og alltaf er einhver sem grætur?
Viðkvæmt eins og hörpuljóð
huldunnar í klettaborg
hvíslar dagsins dulda sorg
um draum sem hvergi festir rætur.
Himinninn er hreinn og blár.
Hrynja samt um gluggann tár,
því alltaf er einhver sem grætur.
Kvæði 1960