SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir10. janúar 2023

ÍSLENSK KONA GEFUR ÚT SJÁLFSÆVISÖGU SÍNA Á ENSKU

2021 kom út sjálfsævisaga Matthildar Björnsdóttur sem hún skrifaði á ensku. Bókin ber titilinn Diving into the Threads of Life: A Woman‘s Journey og hana má nálgast á vefverslun Amazon, bæði í prentformi og í rafrænni útgáfu.

 

Í kynningu á bókinni á Amazon segir að í frásögninni fari fram rannsókn á tilveru barns sem átti í erfiðleikum með laga sig að hinum óskráðu reglum samfélagsins. Matthildur veitir innsýn inn í mjög persónulega reynslu af því að alast upp í samfélagi þar sem hún upplifði höfnun og var neydd til að lifa lífi sem hún kærði sig aldrei um. Hún skoðar á heiðarlegan hátt hvernig höfunun í æsku getur haft afleiðingar fram í næstu kynslóðir þegar ekki er tekist á við erfiðar tilfinningar og reynt að vinna úr þeim. Oft eru það börn sem líða fyrir brotin sambönd og tilfinningakulda. Reynsla Matthildar af höfnun hafði afgerandi áhrif á líf hennar og leiddi hana meðal annars út í hjónaband sem hún kærði sig ekki um og fleiri vandkvæði. Það var ekki fyrr en Matthildur kynntist áströlskum jarðfræðingi og flutti með honum til Ástralíu að hún upplifði sálræna umbreytingu og tókst að finna sitt sanna sjálf.

 

Matthildur Björnsdóttir er komin í Skáldatalið á Skáld.is og má lesa færslu um hana hér.