SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir11. janúar 2023

GATAN OG MALBIKIÐ, LJÓÐABÓK EFTIR MAGNEU J MATTHÍASDÓTTUR

Loksins kemur út frumsamið skáldverk eftir göturæsisskáldið Magneu J. Matthíasdóttur, sem átti blómaskeið í skáldskap um 1980. Þar sem malbikið endar geymir á fimmta tug ljóða þar sem borgin, náttúran og mannlífið stíga saman dans, ýmist hægan eða trylltan, angurværan eða ágengan. Tónninn er í senn hlýr og beittur í ljóðum sem einkennast af húmor og skarpri sýn á samfélag og samtíð. Og bókarkápan er æðisleg!

Magnea J. Matthíasdóttir rithöfundur og þýðandi er fædd árið 1953. Fyrsta bók hennar var ljóðabókin Kopar sem út kom 1976 og á næstu árum sendi hún frá sér þrjár skáldsögur sem vöktu mikla athygli; Hægara pælt en kýlt (1978), Göturæsiskandídata (1979) og Sæta stráka (1981).

Smásögur, ljóð og greinar eftir hana hafa birst í bókum, blöðum og tímaritum og einnig hefur hún samið efni fyrir útvarp og leiksvið.

Magnea hefur þó einkum beint kröftum sínum að þýðingum og hefur verið mikilvirk á því sviði eins og sjá má í skáldatalinu, þýtt margvíslegt efni fyrir myndmiðla, prentmiðla og hljóðvarp, auk tuga bóka af ýmsu tagi.

Tengt efni