SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea J. Matthíasdóttir

Magnea Jóhanna Matthíasdóttir er fædd 13. janúar 1953.

Magnea er rithöfundur og mikilvirkur þýðandi. Hún vakti fyrst athygli með ljóðabókinni Kopar árið 1976 og síðan þríleiknum Hægara pælt en kýlt 1978, Göturæsiskandídatar 1979 og Sætir strákar 1981, sem allar fjalla um litríkt líf ungs fólks í Reykjavík.

Smásögur eftir Magneu hafa birst í bókum, safnritum og tímaritum, til dæmis í Draumi um veruleika 1977 og Ég elska þig, frásagnir af æskuástum 1990 og ljóð hennar hafa meðal annars birst í Tímariti Máls og menningar, Lebók Morgunblaðsins, Samvinnunni, Stínu og Perlum úr ljóðum íslenskra kvenna (2000). Fjöldi greina eftir hana hafa birst í blöðum og tímaritum. 

Magnea samdi barnasögur fyrir útvarp; Ævintýrið um Agúrku prinsessu (1991), Sykurskrímslið flytur (1975) og Babú og bleika lestin (1971). Þá sá hún einnig um viðtalsþætti í útvarpi; Hárlos (1982) og Fæddur, skírður (1983). Þá hefur hún þýtt söngleiki, s.s. Dirty Dancing (1999), Mambo Kings (1998), Saturday Night Fever (1997), Cats (1996) og Sætabrauðskallinn (1982-1988). Einnig samdi hún leikverk (ásamt Benóný Ægissyni); söngleikinn Halló, litla þjóð (1987) og kabarettinn Reykjavíkurblús (1983).

Auk þess hefur Magnea þýtt fjölmargar teiknimyndir fyrir börn, m.a. Valhöll (1986), Aladdin (1993), Stúart litli 2 (2002), Ísöld (2002), Pabbi passar (2003), Öskubuska (1998), Rúðólfur með rauða nefið 1 og 2 (2001 og 2002), Jólaævintýri Dickens (2002), Undrabúðingurinn (2003), Ævintýri Tuma Þumals og Þulamlínu (2003). Einnig Brakúla, Sögur úr Andabæ, Ævintýri Lísu í Undralandi, Cubix, Loony Tunes, Addi Paddi, Snjóbörn o.fl. Ennfremur þýðingar á fjölmörgum barnasögum og ævintýrum fyrir prentmiðla og útvarp, þýðingar á framhaldssögum í vikuritum og þýðingar á „sjoppubókmenntum“, til dæmis fyrstu bókum í bókaröð um Mark Bolan. 

Lokaritgerð Magneu til meistaraprófs (2013) fjallar um þátt þýðinga í mótun og þróun fjölkerfis íslenskra bókmennta, einkum með hliðsjón af þýðingum á glæpasögum og öðru afþreyingarefni frá blómaskeiði tímaritaútgáfu á síðari hluta 19. aldar til kiljuútgáfu á 21. öld. 

Árið 2013 varð Magnea fyrsta konan til að gegna formennsku í Bandalagi þýðenda og túlka. Hún er iðin við kolann og geta fáir þýðendur státað af álíka afköstum og hún. Hún skrifar á knuz.is, hefur verið stundakennari í þýðingafræði við HÍ og býr í Reykjavík.

Hér má heyra spjall á rúv við Magneu


Ritaskrá

 • 2023  Þar sem malbikið endar
 • 2015  Alice: Now a Classic in Iceland. (Ásamt Gauta Kristmannssyni o.fl., birt í Alice in a World of Wonderlands. The Translations of Lewis Carroll's Masterpiece)
 • 2008  Jólasveinar. Af fjöllum í fellihýsi (barnabók)
 • 1991  Ævintýrið um Agúrku prinsessu (barnasaga fyrir RUV)
 • 1987  Halló, litla þjóð (söngleikur, ásamt Benoný Ægissyni)
 • 1983  Reykjavíkurblús (kabarett, ásamt Benoný Ægissyni)
 • 1981  Sætir strákar
 • 1979  Göturæsiskandídatar
 • 1978  Hægara pælt en kýlt 
 • 1976  Kopar
 • 1975  Sykurskrímslið flytur (barnasaga fyrir RUV)
 • 1971  Babú og bleika lestin (barnasaga fyrir RUV)

 

Verðlaun og viðurkenningar

 • 2018  Til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar fyrir Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur
 • 2016  Til Heiðurslista IBBY fyrir þýðingu á Afbrigði
 • 2012  Til Barnabókaverðlauna skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur fyrir þýðingu á Hungurleikunum

 

Þýðingar

 • 2018  Merete Pryds Helle: Það sem að baki býr
 • 2018  Nikolaj Cederholm: Einræðisherrann (leikrit)
 • 2018  Fran Bailey, Zia Allaway: Hagnýta plöntubókin
 • 2018  Joel Levy: Framtíðarheimur
 • 2018  Dalai Lama, Desmond Tutu og Douglas Abrams: Bók um gleði
 • 2018  Rikke Wölck: Ég heiti Guðrún (leikrit)
 • 2017  E .O. Chirovici: Speglabókin
 • 2017  Elena Favilli og Francesca Cavallo: Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur: 100 magnaðar konur
 • 2016  John Ajvide Lindqvist: Hleyptu þeim rétta inn (leikrit)
 • 2016  Jessie Burton: Smámyndasmiðurinn
 • 2016  Liz Pichon: Tommi Teits. Ágætar afsakanir (og margt annað gott) (barnabók)
 • 2015  Dorothy Koomson: Rótlaus
 • 2015  M.R. Carey: Stúlkan með náðargjafirnar
 • 2014  Veronica Roth: Arfleifð
 • 2014  Veronica Roth: Andóf
 • 2014  Lauren Oliver: Óreiða
 • 2013  Veronica Roth: Afbrigði
 • 2013  Jodi Picoult: Sáttmálinn, ástarsaga
 • 2012  Suzanne Collins: Hermiskaði
 • 2012  Jodi Picoult: Reglur hússins
 • 2012  James Patterson og Maxine Paetro: Sjöundi himinn
 • 2012  James Patterson og Michael Ledwidge: Feluleikur
 • 2011  Suzanne Collins: Hungurleikarnir
 • 2011  Stephenie Meyer: Dögun
 • 2010  Judy Blundell: Það sem ég sá og hvernig ég laug
 • 2010  Stephenie Meyer: Myrkvun
 • 2010  James Patterson og Maxine Paetro: Fyrirsætumorðin
 • 2009  Tracy Cox: Litla lostaboxið
 • 2009  James Patterson og Maxine Paetro: Sjötta skotmarkið
 • 2008  Alison Maloney: Álfar (barnabók)
 • 2008  Stephenie Meyer: Ljósaskipti
 • 2008  James Patterson og Michael Ledwidge: Sjortarinn
 • 2007  James Patterson og Maxine Paetro: Fimmti riddarinn
 • 2007  Alice Sebold: Skyggður máni
 • 2006  Diane Setterfield: Þrettánda sagan
 • 2006  James Patterson og Maxine Paetro: 4. júlí
 • 2005  James Patterson og Howard Roughan: Hveitibrauðsdagar
 • 2005  Elizabeth Kostova: Sagnfræðingurinn
 • 2004  James Patterson: Þriðja gráða
 • 2004  Ian Caldwell og Dustin Thomason: Belladonnaskjalið 
 • 2004  Tracey Cox: Súperflört
 • 2003  James Patterson: Annað tækifæri
 • 2002  Petter Wallace: Snjóbörnin, litli Bylur (barnabók)
 • 1999  Bob Greene og Oprah Winfrey: Lífið í jafnvægi: tíu skref til betri líkama og betra lífs
 • 1992  Virginia Ironside: Draugurinn í skólanum (barnabók)
 • 1992  Hammond Innes: Árás í aðsigi
 • 1991  Hammond Innes: Á köldum klaka
 • 1990  Lawrence Sanders: Leikur Timothys
 • 1990  Hammond Innes: Hættuspil
 • 1989  Hammond Innes: Háskaleg áætlun
 • 1989  C. David Heymann: Kona að nafni Jackie
 • 1989  Brian Inglis, Ruth West o.fl.: Bókin um náttúrulækningar
 • 1989  Anne Tyler: Á faraldsfæti
 • 1988  Catherine Gaskin: Eign aðalsmanns
 • 1988  Hammond Innes: Vopnasmygl og valdarán
 • 1987  Barbara Taylor Bradford: Af ráðnum hug 
 • 1987  David Morrell: Sendiboðar næturinnar
 • 1987  Phyllis A. Whitney: Aldrei of seint
 • 1986  Phyllis A. Whitney: Blekkingavefur
 • 1983  Phyllis A. Whitney: Ekki er allt sem sýnist
 • 1982  Phyllis A. Whitney: Ómur fortíðar
 • 1982  Lilli Palmer: Í faðmi örlaganna
 • 1978  Herdís Möllehave: Le
 • án árs  Abena Darko: Þjóðsögur frá Gana  

       

Tengt efni