BLÓÐHÓFNIR GERÐAR KRISTNÝJAR tjáður með tónum og tali í Noregi
Á morgun, 4. febrúar, verður Blóðhófnir, ljóðabálkur Gerðar Kristnýjar, sviðsettur í bænum Gvarv í Þelamörku í Noregi. Verkið er túlkað með tónlist, söng og tali á vegum hóps listamanna sem kallar sig POESIORKESTRET og taka eftirfarandi listmenn þátt í sýningunni:
Hans Jacob Sand: sögumaður
Una Aurora Sand Venås - Gerður: söngur
Knut Anders Vestad: píanó
Rolv Olav Eide: trommur
Rolf Hoff Baltzersen: kontrabassi
Runaug Venås: sviðsmynd
Blóðhófnir kom út á norsku árið 2014 í þýðingu Knut Ødegård en verkið hefur einnig komið út á dönsku, sænsku, finnsku, ensku og spænsku.
Blóðhófnir hlaut frábærar viðtökur þegar verkið kom út 2010 og hreppti Gerður Kristný Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina, og verkið var einnig tilnefnt til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Hér má lesa ítarlegan ritdóm um verkið.