SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 8. febrúar 2023

DAGBJÖRT DAGSDÓTTIR BÆTIST VIÐ SKÁLDATALIÐ

Dagbjört Dagsdóttir hefur bæst við Skáldatalið og eru þær þá orðnar 438 talsins skáldkonurnar í gagnagrunninum. 

Dagbjört Dagsdóttir var höfundarnafn Sumarlínu Dagbjartar Jónsdóttur en hún sendi frá sér tvö verk auk þess sem hún fékk birt eftir sig efni í dagblöðum á sínum tíma. Útgefin verk Sumarlínu voru Sagan af Sólrúnu sem kom út árið 1953 og Ásdís í Vík sem kom út þremur árum síðar.