Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙ 8. febrúar 2023
DAGBJÖRT DAGSDÓTTIR BÆTIST VIÐ SKÁLDATALIÐ
Dagbjört Dagsdóttir hefur bæst við Skáldatalið og eru þær þá orðnar 438 talsins skáldkonurnar í gagnagrunninum.
Dagbjört Dagsdóttir var höfundarnafn Sumarlínu Dagbjartar Jónsdóttur en hún sendi frá sér tvö verk auk þess sem hún fékk birt eftir sig efni í dagblöðum á sínum tíma. Útgefin verk Sumarlínu voru Sagan af Sólrúnu sem kom út árið 1953 og Ásdís í Vík sem kom út þremur árum síðar.