Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙10. febrúar 2023
TILNEFNINGAR TIL SPARIBOLLANS
Tilnefningar til Sparibollans 2022, verðlaun fyrir fegurstu ástarjátninguna, liggja nú fyrir og rata þrjár þeirra til kvenna:
- Þetta rauða það er ástin eftir Rögnu Sigurdardóttur er tilnefnd fyrir
fegurstu ástarjátninguna til lífsins og listarinnar
- Getnaður eftir Heiðu Vigdísi Sigfúsdóttur er tilnefnd fyrir
fegurstu ástarjátninguna til nútímaástar
- Urðarflétta eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur er tilnefnd fyrir
fegurstu ástarjátninguna frá móður til barns
Auk þeirra eru tilnefnd verkin Ljósagangur eftir Dag Hjartarson, sem geymir fegurstu ástarjátninguna til ljóðsins, og Brimhólar eftir Guðna Elísson, sem geymir fegurstu ástarjátninguna til dauðadæmdrar ástar.
Sigurverkið verður síðan tilkynnt á degi Valentínusar.
Að lokum má benda á að þessa dagana er ástin alltumlykjandi því um helgina heldur Félag um átjándu aldar fræði málþingið Ástarjátningar í bréfum og dagbókum frá átjándu og nítjándu öld