Helga Jónsdóttir∙29. október 2020
Ég er ekki viss um

Við bjóðum Ólöfu hjartanlega velkomna í Skáldatalið!
Ég er ekki viss um
að sannleikurinn klæði mig.
Kannski klæjar mig
líka undan honum.
Verð of áberandi
eða ekki nógu áberandi.
Kannski er hann líka of víður
eða of þröngur.
Kannski best
að fara bara
í gamla kjólinn
Hann er eitthvað svo mátulegur.