Guðrún Steinþórsdóttir∙ 9. september 2021
KAPPHLAUP UM NÓTT

Kapphlaup um nótt (improviserað)
Ég hljóp um nóttu asfalt ísarnblátt
um ördauð stræti, rennvot gljáð og hál,
– ég hljóp, ég þaut um óttans ofsamátt,
og ógndjúp þögnin hafði fengið mál.
Ég hljóp ég þaut í kapp við rökkurs rögn
riðandi fætur hvatti skelfing beitt.
Ég rak upp hljóð í heimsins dýpstu þögn
– eitt hverfult bergmál, – svo var ekki neitt.