SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir28. apríl 2021

TILNEFNINGAR TIL MAÍSTJÖRNUNNAR 2021

Fjórar ljóðabækur eftir konur og ein eftir karl hlutu í gær tilnefningar til ljóðabóka-verðlaunanna Maístjarnan, sem afhent verður 18. maí næstkomandi. Valið hefur líklega ekki verið auðvelt því sjaldan hafa eins margar ljóðabækur komið út á einu ári eins og í fyrra. Ljóðabækur eftir konur voru hátt á fimmta tug talsins.
 
 
Eftirtaldar bækur hlutu tilnefningu:
 
Þagnarbindindi eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur, Kyrralífsmyndir eftir Lindu Vilhjálmsdóttur, Taugaboð á háspennulínu eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur, 1900 og eitthvað eftir Ragnheiði Lárusdóttur og Draumstol eftir Gyrði Elíasson. Þarna má sjá nýliða í bland við reynslubolta og er það vel.
 
 
 

Tengt efni