Guðrún Steinþórsdóttir∙22. október 2021
FYRSTA ÍSLENSKA ÆTTJARÐARKVÆÐIÐ ER EFTIR KONU
Í stórmerkilegri grein eftir Helgu Kress, "Fyrir dyrum fóstru", ræðir hún meðal annars um vísu Helgu Bárðardóttur úr Bárðar sögu Snæfellsáss og hvernig karlkyns fræðimenn hafa afbakað og mistúlkað vísuna í áranna rás.
Grein Helgu, sem ber undirtitilinn: Textafræðingar og konan í textanum út frá vísu Helgu Bárðardóttur í Bárðar sögu Snæfellsáss, birtist fyrst í Tímariti Háskólans 1989 en síðar í greinasafni Helgu, sem ber sama titil: Fyrir dyrum fóstru. Konur og kynferði í íslenskum fornbókmenntum og kom út hjá Rannsóknarstofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands árið 1996.
Vísa Helgu Bárðardóttur er svona:
Sæl væra egef sjá mættiBúrfell og Balabáða LóndrangaAðalþegnshólaog Öndvertnes,Heiðarkolluog Hreggnasa,Dritvík og Mölfyrir dyrum fóstru.
Vísan er önnur tveggja vísna sem eignaðar eru Helgu Bárðardóttur í sögunni. Um þær segir Helga Kress: "Báðar eru á einföldu og auðskildu máli, lausar við málskrúð og flóknar kenningar" (75). Vísuna hér að ofan yrkir Helga Bárðardóttir þegar hún er í útlegð á Grænlandi og segir Helga Kress að vísan sé "fyrsta íslenska heimþrárkvæðið, og um leið ættjarðarkvæðið" (100).
Á síðu Helgu Kress á vefnum hi.academia.edu er opinn aðgangur að stórum hluta fræðiskrifa hennar og mælir Skáld.is sterklega með því efni sem þar er að finna.
Smelltu á myndina til að lesa greinina "Fyrir dyrum fóstru".