Steinunn Inga Óttarsdóttir∙13. febrúar 2023
ÞÓRA KRISTÍN BÆTIST Í SKÁLDATAL
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er þjóðkunn fjölmiðlakona og blaðamaður ársins 2009. Hún hefur sinnt ritstörfum meðfram margvíslegum önnum, m.a. skrifaði hún kunna viðtalsbók við Guðberg Bergsson á síðustu öld.
Hún hreppti bóksalaverðlaunin 2018 fyrir Hasim - götustrákur í Kalkútta og Reykjavík. Bókin er byggð á ótrúlegri sögu Hasim Ægis Khan, indversks drengs sem sex ára var settur upp í lest út í buskann og var næstu árin umkomulaus og aleinn uns hann barst til Íslands. En sárin halda áfram að svíða og hann leitar uppruna síns. Merkileg saga af hrakningum, höfnun, baráttuvilja og dug.
Þóra Kristín bætist í Skáldatalið í dag.