Steinunn Inga Óttarsdóttir∙27. febrúar 2019
ÍSLENSKU HLJÓÐBÓKAVERÐLAUNIN 2021
Í gær var tilnefnt til Íslensku hjóðbókaverðlaunanna 2021 og hlutu 20 bækur tilnefningar í fjórum flokkum: Í flokki barna- og unglingabóka, glæpasagna, skáldsagna og flokki óskáldaðs efnis. (Þarna vantar greinilega flokk ljóðabóka.) Tilnefningarnar eru valdar út frá hlustun og stjörnugjöf á hljóðbókaveitunni Storytel og einnig fær almenningur tækifæri til að greiða atkvæði um 25 efstu bækur í hverjum flokki. Dómnefnd velur síðan úr hópi fimm efstu bóka.
Íslenskar konur uppskáru vel og að þessu sinni hlutu þær Bergrún Íris Sævarsdóttir, Hildur Loftsdóttir, Guðrún Sigríður Sæmundsen, Unnur Lilja Aradóttir, Eva Björg Ægisdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Eyrún Ýr Tryggvadóttir, Sæunn Kjartansdóttir og Steinunn Ásmundsdóttir tilnefningar.
Í flokki barna- og unglingabóka voru tilnefndar:
Orri óstöðvandi – Hefnd glæponanna eftir Bjarna Fritzson í lestri Vignis Rafns Valþórssonar.
Traustur og Tryggur - Allt á hreinu í Rakkavík eftir Gunnar Helgason og Felix Bergsson í lestri höfunda.
Langelstur að eilífu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur í lestri Sigríðar Lárettu Jónsdóttur.
Langafi minn Súpermann eftir Ólíver Þorsteinsson í lestri Sigríðar Lárettu Jónsdóttur.
Í flokki skáldsagna voru tilnefndar:
Húðflúrarinn í Auschwitz eftir Heather Morris (Þýð. Ólöf Pétursdóttir) í lestri Hjálmars Hjálmarssonar.
okkáll eftir Halldór Halldórsson í lestri höfundar.
Einfaldlega Emma eftir Unni Lilju Aradóttur í lestri Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur.
Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helgason í lestri höfundar.
Í flokki glæpasagna voru tilnefndar:
Hvítidauði eftir Ragnar Jónasson í lestri Írisar Tönju Flygenring og Haraldar Ara Stefánssonar.
Fimmta barnið eftir Eyrúnu Ýr Tryggvadóttur í lestri Maríu Lovísu Guðjónsdóttur. I
llvirki eftir Emelie Schepp (þýð. Kristján H. Kristjánsson) í lestri Kristjáns Franklíns Magnús.
Í flokki óskáldaðs efnis voru tilnefndar:
Björgvin Páll Gústavsson án filters eftir Sölva Tryggvason og Björgvin Pál Gústavsson í lestri Rúnars Freys Gíslasonar.
Ljósið í Djúpinu eftir Reyni Traustason í lestri Berglindar Bjarkar Jónasdóttur.
Útkall - Tifandi tímasprengja eftir Óttar Sveinsson í lestri höfundar.
Verðlaunaafhendingin fer fram í Hörpu þann 25. mars næstkomandi.