SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir19. febrúar 2023

TILNEFNINGAR TIL HLJÓÐBÓKAVERÐLAUNA 2022 - GLEÐILEGAN KONUDAG!

Gleðilegan konudag, allar lesandi og skrifandi konur!

Í dag er góður dagur til að leggjast undir teppi og hlusta á góða bók lesna fagurri röddu. Þann 29. mars nk verða Íslensku hljóðbókaverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu. Þar verða íslenskir höfundar verðlaunaðir í fimm flokkum fyrir verk sem komu út á árinu 2022. Auk þess verða veitt verðlaun fyrir hljóðseríu og heiðursverðlaun. 

Í flokki skáldsagna eftir íslenskar konur eru þessar tilnefndar:

Konan hans Sverris, eftir Valgerði Ólafsdóttur

Tilfinningar eru fyrir aumingja, eftir Kamillu Einarsdóttur

 

Í flokki glæpasagna er Eva Björg Ægisdóttir tilnefnd fyrir Þú sérð mig ekki.

Í flokki óskáldaðs efnis eiga konur allar tilnefningarnar:

11000 volt, þroskasaga Guðmundar Felix, sem Erla Hlynsdóttir skrásetti

Elspa, saga konu eftir Guðrúnu Frímannsdóttur

Klettaborgin, eftir Sólveigu Pálsdóttur

Sprakkar, eftir Elizu Reed

Veran í moldinni, hugleiðingar matarfíkils í leit að bata, eftir Láru Kristínu Pedersen

 

Í flokki barna- og ungmennabóka

Kennarinn sem kveikti í, eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur

Í flokki hljóðsería

Hundrað óhöpp Hemingways, eftir Lilju Sigurðardóttur

Skerið, eftir Áslaugu Torfadóttur og Ragnar Egilsson

Mynd af vef storytel

Tengt efni