SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Helga Jónsdóttir20. ágúst 2021

LJÓÐ VIKUNNAR - Hver saga er köflótt

Ljóð vikunnar er úr Þagnarbindindi (2020) eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur. Fyrir ljóðabókina hlaut Halla Maístjörnuna í ár, verðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands fyrir ljóðabók ársins. Þagnarbindindi er ljóðsaga en hér birtist fyrsta ljóð sögunnar:
 
 
Hver saga er köflótt.
 
Við þekkjum dagana þar sem sköpunarþráin ræður ríkjum; hlátur, faðmlög og rauðvín. Og svo eru dagarnir þar sem raunveruleikinn skellur á okkur eins og upprúllað dagblað, kremur okkur og krumpar vængina. Dagarnir þar sem sólin skín en það kemur okkur ekki við. Ástin lifir en kemur okkur ekki við.
 
Það eru kaflar um mæður og það eru kaflar um dætur.
Kaflar um konur og kaflar um þig.
Á milli allra þessara kafla eru kaflaskil
og þar er kannski mesti sársaukinn.