SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir19. mars 2023

ORÐASÖFNUN OG YFIRÞYRMINGAR - Viðtal við Guðrúnu Hannesdóttur

Meðal gesta í Kilju vikunnar á Rúv var skáldið Guðrún Hannesdóttir. Hún er fædd á fyrsta degi lýðveldisins, 18. júní 1944.

Guðrún hóf að  senda frá sér ljóðabækur fyrir um fimmtán árum, eins og oft vill verða með skáldkonur sem eru öðrum störfum hlaðnar. Bækur hennar eru orðnar níu talsins og hún hefur skipað sér á bekk með okkar fremstu skáldum. Nýjasta bók hennar heitir Fingramál og í Kilju vikunnar talaði Guðrún m.a. um tenginguna milli ljóðabókanna.

Í viðtali við Steinunni Ingu Óttarsdóttur, „Hljóðlátt en magnað bergmál manna á milli“, segir Guðrún frá ýmsu merkilegu, s.s. yfirþyrmingum, orðasöfnun og munaðarlausum ljóðabókum.

Tengt efni