SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Guðrún Hannesdóttir

Guðrún Hannesdóttir fæddist þann 18. júní árið 1944.

Guðrún lauk stúdentsprófi frá MR árið 1964, nam listasögu við háskólann í Lundi frá 1968-70 og lauk BA-prófi í bókasafnsfræði frá Háskóla Íslands árið 1979. Guðrún starfaði lengst af sem bókasafnsfræðingur og hafði umsjón með bókasafni Myndlistarskólans í Reykjavík.

Guðrún sendi frá sér bókina Gamlar vísur handa nýjum börnum árið 1994, en þar safnaði hún saman vísum fyrir börn og myndskreytti. Fleiri gamlar vísur handa nýjum börnum komu út ári seinna og fleiri barnabækur sendi Guðrún frá sér áður en hún sneri sér að ljóðlistinni.

Fyrsta ljóðbók Guðrúnar var Fléttur sem kom út árið 2007.

Guðrún hefur auk þess sýnt myndir sínar bæði á einka- og samsýningum hér á landi og víða erlendis.

Guðrún sat lengi vel í stjórn samtakanna Barna og bóka, Íslandsdeildar IBBY-samtakanna, sem og í ritstjórn tímaritsins Börn og menning, sem samtökin gefa út. Hún hefur hlotið verðlaun fyrir bæði skrif sín og myndskreytingar, þá helst Íslensku barnabókaverðlaunin ásamt Sigrúnu Helgadóttur árið 1996 fyrir Risann þjófótta og skyrfjallið, sem Guðrún myndskreytti; og Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2007 fyrir ljóðið „Offors.“

Þá hlaut Guðrún Íslensku þýðingarverðlaunin árið 2021 fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Dyrnar eftir Magda Szabó.

Finna má umfjöllun um nokkur ljóð eftir Guðrúnu í grein Bergljótar Soffíu Kristjánsdóttur „Í landslagi allra lófa" sem birtist í  ritinu Hugraun. Nútímabókmenntir og hugræn fræði, og ritdóma um nokkrar bóka hennar hér á vefnum.

Guðrún er búsett í Reykjavík.


Ritaskrá

Ljóðabækur

  • 2024  Kallfæri
  • 2022  Fingramál
  • 2020  Spegilsjónir
  • 2018  Þessa heims 
  • 2016  Skin
  • 2015  Humátt
  • 2014  Slitur úr orðabók fugla
  • 2012  Teikn
  • 2010  Staðir
  • 2007  Fléttur

 

Barnabækur

  • 2006  Gormur: saga um tólf litla ánamaðka
  • 2003  Hvar?
  • 2001  Einhyrningurinn
  • 2001  Sagan um Pomperipossu með langa nefið
  • 1999  Eina kann ég vísu: skrýtinn kveðskapur frá ýmsum tímum
  • 1998  Kerlingin vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn
  • 1997  Sagan af skessunni sem leiddist
  • 1996  Risinn þjófótti og skyrfjallið (myndskreyting)
  • 1995  Fleiri gamlar vísur handa nýjum börnum
  • 1994  Gamlar vísur handa nýjum börnum

  

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2021  Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir Dyrnar eftir Mögdu Sazbó
  • 2007  Ljóðstafur Jóns úr Vör fyrir „Offors“.
  • 2004  Ljóðstafur Jóns úr Vör, sérstök viðurkenning fyrir ljóðið „Þar“.
  • 1998  Heiðurslisti IBBY-samtakanna á alþjóðaráðstefnu í Dehli fyrir Risinn þjófótti og skyrfjallið.
  • 1996  Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Risinn þjófótti og skyrfjallið (ásamt Sigrúnu Helgadóttur)
  • 1994  Viðurkenning Íslandsdeildar IBBY-samtakanna fyrir Gamlar vísur handa nýjum börnum.

 

Tilnefningar

  • 2016 Til Fjöruverðlaunanna fyrir Humátt

 

Þýðingar

  • 2024  Rose Lagercrantz: Besta gjöfin (ásamt Maríu S. Gunnarsdóttur)
  • 2022  Rose Lagercrantz: Við sjáumst...! (ásamt Maríu S. Gunnarsdóttur)
  • 2021  Rose Lagercrantz: Ég var svo hamingjusöm...
  • 2021  Rose Lagercrantz: Dinna í blíðu og stríðu
  • 2021  Ulf Stark: Amódeus litli
  • 2020  Magda Szabó: Dyrnar
  • 2019  Rose Lagercrantz: Hjarta mitt skoppar og skellihlær
  • 2019  Rose Lagercrantz: Hamingjustundir Dinnu

 

Tengt efni