SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 3. apríl 2023

AÐ SAFNA FERÐASÓL. Kristín Elfa bætist í skáldatal

Kristín Elfa Guðnadóttir bætist í skáldatal í dag. Hún hefur sent frá sér ljóðabókina Ferðasól og Hamfarir á Haíti sem fjallar um starf íslensku  alþjóðabjörgunarsveitarinnar þar 2010. Árið 2003 deildi hún Ljóðastaf Jóns úr Vör með tveimur öðrum.

Kristín Elfa lumar á ýmsum handritum í skúffunni og skrifar sér til gamans. Hér er titilljóð bókar Kristínar Elfu sem kom út 2013.

 

Ferðasól

Fer út með safngler

Safna í það ferðasól

 

Auga þitt safnauga

Sólauga í norðri

Fylgir mér

 

Í gleri feigðarsól

 

Sólfeigð í auga

Safnferð á Norðurpól.

 

 

 

 

Tengt efni