SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Kristín Elfa Guðnadóttir

Kristín Elfa er fædd 10. febrúar 1962 í Reykjavík.

Kristín Elfa hefur skrifað tvær bækur, ljóðabókina Ferðasól (2013) og heimildabókina Hamfarir á Haíti (2010) sem rituð var fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Hún deildi ljóðaverðlaunum keppninnar Ljóðstafur Jóns úr Vör árið 2003 með Nirði P. Njarðvík og Sveinbirni I. Baldvinssyni og einþáttungur hennar „Korter” var fluttur í Iðnó 2004.

Kristín Elfa er leikskólakennari að mennt, auk þess að vera með landvarðarréttindi, BA í mannfræði og diplómu í stjórnun menntastofnana. Hún hefur m.a. unnið í byggingavinnu, ræstingum, við sveitastörf og veitinga- og verslunarstörf, en lengst af við blaðamennsku, ritstjórn og útgáfustjórn auk leikskólakennslunnar.

Kristín Elfa er félagi í Rithöfundasambandi Íslands og Kennarasambandi Íslands. Hún á þrjár dætur; Margréti Heiði, Maríu Eldeyju og Þórhildi Vígdögg, fimm barnabörn og eitt langömmubarn.

 


Ritaskrá

  • 2013  Ferðasól
  • 2010  Hamfarir á Haíti
  • 2004  Korter, einþáttungur

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2003  Ljóðstafur Jóns úr Vör (ásamt Nirði Njarðvík og Sveinbirni I. Baldvinssyni)

 

Tengt efni