SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir10. apríl 2023

TÍMAR TRÖLLANNA - Kvikmynd eftir Ásdísi Thoroddsen

Heimildamyndin Tímar tröllanna er frá árinu 2022 en hún var sýnd á RÚV á fimmtudaginn var og er nú aðgengileg í spilara RÚV.

Kvikmyndin er leikstýrð og framleidd af Ásdísi Thoroddsen og geymir bæði skemmtilega og áhugaverða sýn á tröll. Rakin er saga þeirra í gegnum aldirnar og reifaðar mismunandi túlkanir á þessum fyrirbærum með hjálp ýmissa leikra og lærðra manna og kvenna. Við sögu koma meðal annars jötnar, vondar stjúpur, nátttröll og síðast ekki síst nettröll. Þessi tröll þykja ýmist táknræn fyrir útlendinga, sakamenn, drauga og síðast en ekki síst hamslausa karla sem fela sig á bak við nafnleysi á netinu. 

Það er alveg óhætt að mæla með þessari vel gerðu heimildamynd og má nálgast hana hér.