Steinunn Inga Óttarsdóttir∙26. apríl 2023
SÍLESANDI SKÁLDKONA
Skáldkona dagsins er Guðrún Jónsdóttir frá Prestbakka (f. 1916). Hún lifði viðburðaríka ævi, ferðaðist víða, tók kaþólska trú, vann fulla vinnu og sinnti félagsmálum og þegar hún fór á eftirlaun lauk hún háskólanámi, þá á áttræðisaldri og byrjaði að skrifa doktorsritgerð. Hún stofnaði smábarnaskóla á heimili sínu en þá hófst skólaskylda ekki fyrr en við sjö ára aldur og lét sér alltaf annt um unga fólkið. Tvær skáldsögur skrifaði hún meðfram ærnum verkefnum öðrum.
„Guðrún var sífellt að læra og það var gaman að fylgjast með er hún var farþegi í strætisvögnum Kópavogs, þá var hún sífellt lesandi einhverja fræðibókina meðan strætó var á ferð“ segir í minningargrein um hana.