SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 3. maí 2023

LIÐSAUKI Í RITSTJÓRN

Liðsauki hefur borist ritstjórn skáld.is þar sem Magnea Þuríður Ingvarsdóttir hefur bæst í hópinn. Magnea hefur lokið meistaragráðu í menningarfræðum frá Háskóla Íslands, diplómanámi frá Kennaraháskóla Íslands í íslensku og grunnskólakennaraprófi frá sama skóla. Þá hefur hún lokið B.A. gráðu frá Listaháskóla Íslands. Magnea hefur haldið úti Tófunni og nú um stundir starfar hún sem grunnskólakennari í Reykjavík. 

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var haldinn í gærkvöldi og margt skeggrætt og skipulagt. 

Minnt er á styrktarhnappinn okkar en skáld.is er rekið af hugsjón, eldmóði og vasapeningunum okkar. Hver þúsundkall skiptir miklu máli fyrir skáldskap kvenna.

 

 

Tengt efni