Steinunn Inga Óttarsdóttir∙22. maí 2023
ÍSNÁLIN, TILNEFNINGAR
Ísnálin er veitt fyrir best þýddu glæpasöguna. Að verðlaununum standa Bandalag þýðenda og túlka, Hið íslenska glæpafélag og Þýðingasetur Háskóla Íslands. Hún var fyrst veitt 2014. Fjórar konur og einn karl eru tilnefnd í ár.
Tilnefningar til Ísnálarinnar 2023 eru;
Arnar Matthíasson: Það síðasta sem hann sagði mér (Benedikt útgáfa)
Friðrika Benónýsdóttir: Ríki óttans (Ugla)
Herdís M. Hubner: Gestalistinn (Bókafélagið)
Ingunn Snædal: Upplausn (Bjartur)
Snjólaug Bragadóttir: Nágrannavarsla (Ugla)
Tilkynnt er um verðlaunahafann á miðvikudaginn, 24. maí n.k. kl. 16:00.
Mynd af vef ÞOT