SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir24. maí 2023

TVENN BÓKMENNTAVERÐLAUN TIL KVENNA Í DAG

Í dag voru veitt tvenn bókmenntaverðlaun og fóru þau bæði til kvenna.

 

Bergþóra Snæbjörnsdóttir hlaut ljóðabókaverðlaunin MAÍSTJÖRNUNA fyrir bók sína Allt sem rennur. Bergþóra hefur áður hlotið tilnefningu til Maístjörnunnar en það var árið 2018 fyrir ljóðabókina Flórída en sú bók hlaut einnig tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna. Fyrir skáldsöguna Svínshöfuð hlaut Bergþóra Fjöruverðlaunin og tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. 

Við óskum Bergþóru hjartanlega til hamingu með enn eina rósina í hnappagatið!

 

 

 

ÍSNÁLIN, sem veitt er fyrir best þýddu glæpasöguna, komu í ár í hlut Herdísar M. Hübner fyrir þýðingu á bókinni Gestalistinn eftir Lucy Foley sem talin er vera einn áhugaverðasti glæpasagnahöfundur Breta um þessar mundir. Herdís hefur áður þýtt Áramótaveisluna eftir sama höfund, auk fjölda annarra bóka en hún hefur fengist við þýðingar í tæplega tvo áratugi.

Við óskum Herdísi hjartanlega til hamingu með Ísnálina!