SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir 4. júní 2023

A WORLD AWAY FROM HOME: Ævisaga Undínu

 
Trausta fleyið flytja má
fölva mey á bárum,
kaldri eyju ísa frá
út í reginhafið blá. 
                     
 
                     Höf: Undína

 

 

 

A WORLD AWAY FROM HOME

Á fjörur mínar hefur nú rekið skáldleg ævisaga Undínu skáldkonu. Bókin sem er að koma út nú í júní er skrifuð af afkomenda Helgu Baldvinsdóttur Dr. Steve Stephens sem búsettur er á austurströnd Bandaríkjanna. Hann er langafabarn hennar, afi hans var Walter Baldvin Freeman fæddur 1893 sk. upplýsingum frá skráningarsíðu héraðsskjalasafns Húnavatnssýslu; Helga Baldvinsdóttir Freeman (1859-1941) frá Litlu Ásgeirsá - HAH (hunabyggd.is). Dr Stephens er menntaður klínískur sálfræðingur og hefur skrifað margar bækur sjá; .  Amazon.com: Steve Stephens: books, biography, latest update. Þetta er áhugaverð bók sérstaklega vegna þess að lítið er vitað um skáldkonuna sjálfa og hvernig henni hafi vegnað á sínum æviveg úti í hinum nýja heimi.

Dr. Stephens frétti af áhuga mínum á nítjándualdar skáldkonum og sendi mér eitt eintak af bókinni og með henni fylgdi smá úrdráttur til mín um aðkomu hans að þessari bók og er það á þessa leið í lauslegri þýðingu;

 

Saga Undínu

A WORLD AWAY FROM HOME, 2023

Ísland er land sem hefur fylgt mér frá því ég man eftir mér, þó svo að ég tali ekki málið og hafi aðeins einu sinni komið þangað. Í minningunni man ég eftir afa mínum Walter sitjandi í stólnum sínum segjandi okkur krökkunum sögur. Sögur sem hann hafði heyrt frá foreldrum sínum. Sögur um hið undursamlega Ísland, hann sagði okkur frá Mývatni hinu fagra og svo sagði hann okkur sögur af ísbirnum sem komu á ísjökum alla leið frá Grænlandi.  Ég man eftir litlu rauðu ljóðabókinni sem hann geymdi á góðum stað, það voru ljóðin sem langamma mín hún Helga Baldvinsdóttir orti. Bókin var heilög í huga afa. Í henni tengdi afi við forfeður síns sem komu frá hinu kalda norði. Hann einn gat lesið ljóðin þau voru öll ort á íslensku. "Gerðu það afi viltu þýða ljóðin fyrir mig sagði ég oft við hann en hann svaraði með sinni innri ró, nei það vil ég ekki." Hvers vegna ekki? Þau eru of sorgleg, ef ég þýði eitt ljóð þá get ég ekki varist því að fella tár.

Þannig að ljóðin voru þögul og kyrr í fallegu rauðu bókinni. En sagan af Íslandi landinu sem langamma mín var frá hélt áfram að vera til. Afi átti draum. Draum um að fara til Íslands. Landsins sem hann hafði heyrt svo mikið um, land hinna hárra fjalla, með fjallavötnin fagurblá og yndislegum blómabreiðum. Fegurra en allt annað í þessum heimi. Afa dreymdi að geta gengið um þessar götur sem móðir hans skilið eftir sig sporin æskunnar.. Ég leit stundum á hann og þar mátti lesa út úr andliti hans bæði vinnusemi og dugnað eftir langa ævi og tárin sem brá fyrir þegar hann hugsaði til móður sinnar.

Þegar afi dó árið 1968 hafði honum ekki tekist að komist til landsins fagra á slóðir forfeðranna. Á einhvern hátt hafði hann samt afhent mér þennan draum. Eftir því sem ég varð eldri sótti þetta meira og meira á mig og það var eitthvað þarna sem ég þurfti að kanna nánar. Hvað var svona undursamlegt við Ísland. Af hverju voru ljóðin hennar langömmu svona sorgleg? Hver var saga hennar?

Seinna skipulagði ég ferð til Íslands með ömmu minni og frænda. Okkur langaði til að elta draum afa og kanna ræturnar. Við heimsóttum Gröf í Húnaþingi og við heimsóttum Mývatn og fundum býli sem við töldum að langamma hafi búið á. Við bönkuðum uppá og kynntum okkur en fólkið kom af fjöllum, litu á hvort annað og töluðu saman á íslensku, málið sem við þekktum ekkert. Ég dró þá upp litlu rauðu ljóðabókina hennar og fólkið tengdi strax við hana. Þau skildu okkur ekki en ljóðabókina þekktu þau vel. Horfið var inn í húsið og komið að vörmum sporum með aðra litla rauða ljóðabók, samskonar og okkar. Þá urðu fagnaðarfundir og þó svo að um tungumálaerfiðleika var að ræða þá fundum við vel hvað fólkinu þótt til um Helgu skáldkonu. Ekki vitum við hvort þau voru eitthvað skyld henni en hlýjan í garð Helgu langömmu var greinileg.

Þegar ég snéri heim úr þessari för til Íslands ákvað ég að reyna að þýða ljóðin hennar. Staðreyndin var sú að ég skildi ekkert í íslensku en ég ætlaði ekki að láta það aftra mér í því að skilja það sem Helga hafið látið eftir sig. Þannig að með ljóðabókina í annarri hendi og orðabók í hinni hófst ég handa við að þýða orð af orði af þessum 160 ljóðum sem í bókinni voru. Hvert ljóð sagði sögu af mikilli tilfinningu og myndum sem mér fannst bæði framandi og kunnugleg. Þannig gekk það fyrir sig ég þýddi nokkur ljóð og hvarf svo til annarra starfa. Ljóðin kölluð á mig. Ég þýddi nokkur og þannig liðu árin. Held það séu komin yfir 30 ár frá fyrstu þýðingu minni. Það var svo í covid sem ég settist niður af einhverrri alvöru að ég réðist í að þýða restina af ljóðunum.

Þegar ég var kominn á kaf í þessa vinnu fann ég að ég vissi meira um ævi Helgu langömmu minnar en það var eitthvað sem vantaði uppá. Ég hóf að safna gögnum. Í skjölum afa fann ég bréf og myndir frá pabba Helgu, bræðrum hennar og börnum. Smá saman byggðist upp heilleg mynd af ævi hennar. Margt var svo hjartnæmt að ég varð enn forvitnari. Ég gat ekki hætt að hugsa um hana sem ungrar stúlku, stúlku sem hafði farið frá landinu sem hún elskaði svo heitt og til fyrirheitna lands brottfluttum Íslendinga, sem var henni í senn fráhrindandi, erfitt og framandi. Helga gafst þó aldrei upp þótt oft á tíðum var baráttan hörð. Hvort  sem það voru risa furutré við Muskoka vatn í Kanada, hrjúfa landið í Dakota, býlið hennar á bökkum Kólumbíu árinnar í Oregon eða eyðumerkur Christmas Lake Valley, þá hélt Helga alltaf áfram, fátæk og í basli. Í allri þessari hringiðu var svo skáldagyðjan sem orti sem aldrei fyrr.

Það var svo á heitum júní degi árið 2021 þar sem ég sat í góðum skugga frá heitri sólinni í Santa F, New Mexico að ég hóf að skrifa söguna af langömmu minni Undínu. Það var ekki aftur snúið, ég notaði hvert tækifæri til skrifta og smá saman fór að byggjast upp heilleg mynd. Á þessari stundu voru liðin hart nær 148 ár frá því að Undína flutti til Kanada og hennar fyrsti kafli í nýja heiminum hófst. Ég lauk síðan við söguna á köldum desember degi í Portland, Oregon á 164 ára afmælisdegi hennar. 3. desember.

Það tók heila mannsævi að fá svör við spurningunum mínum. Nú veit ég sitt lítið af hverju um hið undursamlega Ísland, kraftinn sem lá að baki kveðskap Undínu og hennar áhugaverðu ævi.

Hér er á ferðinni saga sem er í senn bæði áhugaverð og sorgleg. Sagan um unga stúlku sem hrifin var á brott frá því sem hún þekkti og til nýrra heima, heima sem var oft á tíðum ekki síður erfiður en sá sem hún kom frá.

Steve Stephens

júní 2023

 

 

 

 

 

 

Tengt efni