SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir13. júní 2023

SOFFÍA LÁRA NÝ Í SKÁLDATALINU

Sífellt bætist við Skáldatalið okkar og nýverið bættist Soffía Lára Þórarinsdóttir við.

 

Soffía Lára hefur gefið út fimm ljóðabækur en sú fyrsta, Höfðumyrkur, kom út árið 2013. Nýjasta bókin heitir Hleyptu mér inn og kom út á þessu ári.

Soffía Lára vakti mikla athygli þegar hún kom fram í sjónvarpsþætti Jóns Ársæls, Paradísarheimt, árið 2019, og talaði þar um andleg veikindi og skáldskap sinn. Hún segir ljóðagerðina vera leið sína í ljósinu og myrkrinu. Í viðtali í Stundinni sagði Soffía Lára:

 

„Skrifin og sköpunin voru hluti af því að lýsa upp lífið [...] Þegar maður þekkir muninn á því að lifa myrkt og lifa í ljósinu getur maður valið. Þetta var myrkur sem ég þurfti að losa mig við. Koma myrkrinu í burtu.“ 

 

Við bjóðum Soffíu Láru velkomna í Skáldatalið og óskum henni alls hins besta með skáldskapinn og lífið.

 

 

 

Tengt efni