SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Lára Þórarinsdóttir

Soffía Lára Þórarinsdóttir er fædd 19. desember 1993. 

Soffía Lára gaf út sína fyrstu ljóðabók, Höfuðmyrkur árið 2013. Fyrstu bókina, sem og næstu tvær gaf hún sjálf og seldi á börum og götuhornum.

Soffía Lára hefur lesið upp á ljóðakvöldum en andlit hennar varð þekkt þegar hún kom fram í sjónvarpsþætti Jóns Ársæls, Paradísarheimt, í upphafi árs 2019 og talaði um erfitt lífshlaup sitt. 

Soffía Lára hefur fjallað opinskátt um andleg veikindi sín og segir ljóðagerðina vera leið sína í ljósinu og myrkrinu. Í viðtali í Stundinni segir hún: „Skrifin og sköpunin voru hluti af því að lýsa upp lífið [...] Þegar maður þekkir muninn á því að lifa myrkt og lifa í ljósinu getur maður valið. Þetta var myrkur sem ég þurfti að losa mig við. Koma myrkrinu í burtu.“ 

 
Heimildir:
 
Sjónvarpsþátturinn Paradísarheimt, janúar 2019
Jón Trausti Reynisson, „Myrkrið er hluti af mér“, viðtal í Stundinni (1. nóv. 2015)
Myndin af Soffíu Láru er fengin úr viðtali Stundarinnar.
 

Ritaskrá

  • 2023  Hleyptu mér inn
  • 2019  Nóttin er alltaf að enda
  • 2016  Fljúga hvítu kanínurnar
  • 2014  Leiðirnar til himna
  • 2013  Höfuðmyrkur

 

Tengt efni