EVA BJÖRG ER BÆJARLISTAMAÐUR
Eva kom fyrst fram á sjónarsvið íslenskra lesenda árið 2018 þegar hún sigraði í samkeppninni Svartfuglinn fyrir glæpasöguna Marrið í stiganum. Þessi glæpasaga gerist einmitt á Akranesi og þar kynntust lesendur rannsóknarlögreglukonunni Elmu og aðstoðarmanni hennar, Sævari, sem einnig koma við sögu í fleiri bókum hennar.
Fleiri skáldsögur hafa svo fylgt í kjölfarið: Stelpur sem ljúga (2019), Næturskuggar (2020), Þú sérð mig ekki (2021) og Strákar sem meiða (2022).
Frumraun hennar Marrið í stiganum, hlaut Íslensku hljóðbókarverðlaunin árið 2020 og Svartfuglinn eins og áður sagði árið 2018 en þau verðlaun stofnuðu glæpsagnarhöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson í samvinnu við bókarforlagið Veröld.
Nýjasta bókin hennar Strákar sem meiða var nýverið tilnefnd til Blóðdropans, íslensku glæpasagnaverðlaunanna.
Mynd og frétt af vef Akraneskaupstaðar