Steinunn Inga Óttarsdóttir∙19. júní 2023
FÁ AÐ SPILA Á SÍNAR SPÝTUR - Frá Bríeti Bjarnhéðinsdóttur
Í dag er 19. júní og því tilvalið að rifja upp punkta úr erindi og fyrstu baráttugrein kvenréttindakonunnar og frumkvöðulsins Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.
Einkaskjalasafn Bríetar er varðveitt í handritasafni Landsbókasafns og kennir þar ýmissa grasa. T.a.m. eru þar ýmis drög hennar að ræðum og erindum sem hún flutti við ólík tilefni og fjalla um réttindi kvenna.
Í erindi frá ca 1937 segir Bríet m.a.:
„Þannig er því farið með okkur konurnar. Við höfum á síðustu áratugunum fengið bætta aðstöðu í lífinu og ættum því að nota hana til að gera áhrif okkar gildandi innan þjóðfélagsins til framfara og velferðar fyrir alla þjóðina. [...] þjóðarbúið þarf húsmæðra með ekki síður en húsbændanna, og að okkar sérþekking og kunnátta er ekki síður ómissandi, en annara sérfræðinga þjóðarinnar, [sem] nauðsynlegir þykja og keyptir eru dýru verði.“
Og í fyrstu kvenréttindabaráttugrein sinni mælir Bríet:
Njótið dagsins konur!
Mynd af eiginhandarriti: Landsbókasafn - Hákólabókasafns